Vestnorræn fræði

Vestnorræn fræði er nýtt samnorrænt meistaranám sem boðið er uppá í fimm háskólum á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi. Náminu er ætlað að efla þekkingu á norðurslóðum, einkum og sér í lagi á viðfangsefnum sem lúta að sameiginlegum áskorunum vestnorrænu landanna. Nemendur sem útskrifast úr náminu eiga að hafa góðan skilning á flóknu samspili ólíkra þátta sem sem hafa áhrif á þróun samfélaganna og geta lagt sitt af mörkum við uppbyggingu og þróun vestnorrænna landa, hvort sem þeir kjósa að gera það í gegnum rannsóknir, opinbera stjórnsýslu eða innan einkageirans.

 

Nánari upplýsingar hér

Sjá kynningarmyndband