Stríð eða friður á norðurslóðum? Opinn fundur með Michael Byers

Opinn fundur  á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands, mánudaginn 4. maí kl. 12-13 í Lögbergi 101.

Í framhaldi af innlimun Rússa á Krímskaga er framtíðarsamstarf norðurslóðaríkja í nokkurri óvissu. Eftir áralanga samvinnu á sviði mengunarvarna, leitar- og björgunaraðgerða, skipasamgangna og fiskveiðistjórnunar, er vert að spyrja: Getum við treyst Rússlandi til að hegða sér öðruvísi í norðrinu en fyrir sunnan?

Michael Byers er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Bresku Kolumbíu í Kanada. Hann er þekktur fræðimaður og fyrirlesari í málefnum norðurslóða og tók meðal annars þátt í Trans Arctic Agenda ráðstefnu Rannsóknaseturs um norðurslóðir síðastliðið haust.