Opinn fundur 8. maí: Framtíð EES-samningsins

Föstudaginn 8. maí kl. 13:30-15:30 í Öskju 132

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu

Framtíð EES-samningsins

Á undanförnum árum hefur það reynst EES-ríkjunum talsverð áskorun að fylgja eftir hraðri þróun Evrópusambandsins og við það hafa vaknað spurningar um hvaða framtíð liggur fyrir EES-samningnum. Á þessum fundi verður staða EES-samningsins skoðuð og spurt hverjar framtíðarhorfur hans eru. Er vægi samningsins að minnka hjá Evrópusambandinu? Þjónar hann að fullu hagsmunum almennings?

Frummælendur:
Stefán Haukur Jóhannnesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins
Ingvild Næss Stub, aðstoðarutanríkisráðherra Noregs
Gianluca Grippa, deildarstjóri hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins

Eftir erindin verða pallborðsumræður með Ingvild Næss Stub og Gianluca Grippa ásamt eftirfarandi þátttakendum:
Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins
Gylfi Arnbjörnssson, forseti Alþýðusambands Íslands
Pétur Reimarsson, forstöðumaður, Samtökum atvinnulífsins
Svana Helen Björnsdóttir, starfandi stjórnarformaður og stofnandi Stika ehf.

Fundarstjóri: Björg Thorarensen, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is og www.evropustofa.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Evrópustofa á Facebook:  www.facebook.com/evropustofa

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Evrópustofu, stendur fyrir opnum fundum um málefni sem eru ofarlega í umræðunni í Evrópu um þessar mundir. Sjónum er sérstaklega beint að EES-samningnum, loftslagsbreytingum, dýravelferð, heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, utanríkismálum og stjórnmálaástandinu í Evrópu.