Opinn fundur 11. maí: Evrópusýn Þýskalands: Áskoranir og tækifæri

Mánudaginn 11. maí kl. 17:00 til 18:00 í fundarsal Norræna hússins

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við þýska sendiráðið og Evrópustofu

Evrópusýn Þýskalands: Áskoranir og tækifæri

Síðastliðin ár hefur Evrópusambandið þurft að takast á við stærri áskoranir en nokkru sinni fyrr, innan sambandsins sem utan. Þegar tekist er á við þessar áskoranir þurfa ríkin að minna sig á að starf Evrópusambandsins byggir á samstarfi sem gerir ríkin háð hvert öðru. Samstaða er drifkraftur Evrópusamrunans – sérstaklega á erfiðum tímum. Á þessum fundi mun Michael Roth, Evrópumálaráðherra Þýskalands, fjalla um hlutverk og framtíðarsýn Þýskalands gangvart Evrópusambandinu og meta hvernig Þýskaland getur lagt sitt af mörkum til að gera Evrópusambandið ábyrgara og sterkara.

Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Thomas Meister, flytur opnunarávarp.

Fundarstjóri: Ingólfur Bjarni Sigfússon, vef- og nýmiðlastjóri RÚV.

Fundurinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Evrópustofa á Facebook: www.facebook.com/evropustofa

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Evrópustofu, stendur á næstunni fyrir opnum fundum
um málefni sem eru ofarlega í umræðunni í Evrópu um þessar mundir. Sjónum verður sérstaklega beint að EES-samningnum, norðurslóðum, dýravelferð, heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, utanríkismálum og stjórnmálaástandinu í Evrópu. Fylgist með á vefsíðu Alþjóðamálastofnunar: www.ams.hi.is.