Olíuríkið Ísland: Liggur framtíðin í olíuvinnslu á norðurslóðum?

Olíuríkið Ísland:
Liggur framtíðin í olíuvinnslu á norðurslóðum?

Málþing Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands í samstarfi við
NEXUS, rannsóknarvettvang um öryggis- og varnarmál, í
Háskóla Íslands, Háskólatorgi 105, þriðjudaginn 12. maí  frá 14:00-16:30.

Bráðnun íss auk annarra umhverfisbreytinga á norðurslóðum hefur opnað á umtalsverða möguleika tengda efnahagsþróun. Nýting hugsanlegra olíuauðlinda kann að skila af sér fjárhagslegum gróða, en margt er enn á huldu um þær efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu áhættur sem kunna að blasa við fjárfestum og íbúum norðurslóða.

Á þessu málþingi verður leitað eftir fjölbreytilegum sjónarhornum og verða málin rædd af fulltrúum atvinnulífsins , fræðasamfélagsins og ungliðum þeirra stjórnmálahreyfinga sem eiga sæti á Alþingi.  Velt verður upp spurningum á borð við: Hvert stefnir olíuleit og vinnsla á Drekasvæðinu? Hvaða áhrif hefur óstöðugt olíuverð? Hvað með öryggismálin? Hefur áhugi fjárfesta eða pólitískur vilji eitthvað breyst? Hvernig meta tryggingafélög þessa þróun?

Sjálfbærni í orkumálum
Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og formaður stjórnar Eykon Energy

Efnahagslegar framkvæmdir á norðurslóðum frá sjónarhorni vátryggjenda
Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Íslenski drekinn: Orðræða um hnattrænar loftslagsbreytingar og olíuleit á Íslandsmiðum
Auður H Ingólfsdóttir, lektor við háskólann á Bifröst

Að erindum loknum taka fulltrúar ungs fólks í stjórnmálaflokkum þátt í pallborðsumræðum ásamt frummælendum, en þau eru:

Magnús Júlíusson frá Sjálfstæðisflokknum
Gauti Geirsson frá Framsóknarflokknum
Arnaldur Sigurðarson frá Pírötum
Hulda Hólmkelsdóttir frá Vinstri grænum
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson frá Samfylkingunni
Magnea Guðmundsdóttir frá Bjartri framtíð

Fundarstjóri er Bogi Ágústsson fréttamaður á RÚV