Opinn fundur 15. maí: Flóttamannavandinn í Miðjarðarhafinu

Föstudaginn 15. maí kl. 12:00-13:00 í Lögbergi 101

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Flóttamannavandinn í Miðjarðarhafinu

Flóttamannavandinn í Miðjarðarhafinu hefur stigmagnast undanfarið. Gríðarlegur fjöldi örvæntingarfullra flóttamanna lætur lífið í hverri viku í tilraunum sínum til þess að komast til Evrópu frá Líbýu, landi þar sem ríkir upplausn og stjórnleysi. Evrópsk ríki hafa reynt að finna leiðir til að stöðva þessi dauðsföll og koma á stöðugleika á svæðinu en ríkisstjórnir hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir leitar- og björgunaráætlanir sínar. Á þessum fundi mun Hugo Brady útskýra nokkrar grundvallarstaðreyndir um ástandið í Miðjarðarhafinu, þar með talið smyglstarfsemina sem hefur aukið mikið á vandann.

Hugo Brady starfar sem ræðuhöfundur fyrir forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og er einnig ráðgjafi í flóttamannamálum ESB, en tekið skal fram að á fundinum talar Brady ekki sem fulltrúi leiðtogaráðsins.

Fundarstjóri: Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs Rauða krossins.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun