Öryggisáskoranir á norðurslóðum frá sjónarhorni Norðmanna
Málstofa á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands og norska sendiráðsins á Íslandi
Þriðjudaginn 19. maí frá 16:30-18:00 í Norræna húsinu
Örygggisáskoranir á norðurslóðum frá sjónarhorni Norðmanna
Í erindinu verður fjallað um öryggis- og varnarstefnu Noregs og verður kastljósinu beint sérstaklega að norðurslóðum í því tilliti. Friður og stöðugleiki hafa einkennt þetta svæði og vilja norsk stjórnvöld leggja sitt af mörkum til að tryggja að svo verði áfram. Þar af leiðandi leggur varnarmálaráðuneytið áherslu á að auka vitund fólks á þeim áskorunum sem takast þarf á við á svæðinu, styrkja stöðu NATO, bæta viðbragðsáætlanir og efla viðbragðsgetu í norðri.
Dr. John Andreas Olsen er yfir deild norska varnamálaráðuneytisins sem fer með öryggismálastefnu Noregs. Hann er einnig hershöfðingi í norska flughernum og gestakennari við Varnarmálaháskóla Svíþjóðar (e. Swedish Defence University).
Sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Landsverk opnar málþingið.
Fundarstjóri er Alyson Bailes aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og leiðir hún jafnframt umræður.