Opinn fundur 21. maí: Í átt að Varnarbandalagi Evrópu

Fimmtudaginn 21. maí kl. 12:00-13:00 í Odda 101

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu 

Í átt að Varnarbandalagi Evrópu

Innlimun Krímskagans og aukinn óstöðugleiki í austurhluta Úkraínu hafa grafið undan stöðugleikanum sem ríkt hefur frá lokum kalda stríðsins í Evrópu. Að auki hefur stríðsástandið í Sýrlandi, vaxandi átök í Líbíu og flóttamannavandinn í Miðjarðarhafinu gert það að verkum að ríki ESB hafa þurft að endurskoða hugmyndir sínar um eigið öryggi. Á sama tíma hefur engu að síður átt sér stað mikill niðurskurður í varnarmálum aðildarríkja ESB sem hefur dregið úr getu sambandsins til að sinna varnarhlutverki sínu.

Á þessum fundi mun Steven Blockmans kynna skýrslu sem unnin var af starfshópi CEPS undir forystu Javier Solana. Í skýrslunni eru settar fram tillögur sem miða að því að auka getu Evrópusambandsins í varnarmálum. Niðurstaða skýrslunnar er sú að frekari samruni í Evrópu ætti að leiða til myndunar Varnarbandalags Evrópu.

Steven Blockmans er yfirmaður utanríkismáladeildar Centre for European Policy Studies (CEPS) og meðhöfundur skýrslu starfshóps CEPS um öryggis- og varnarmál Evrópusambandsins.

Fundarstjóri: Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Evrópustofa á Facebook:  www.facebook.com/evropustofa

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Evrópustofu, stendur fyrir opnum fundum um málefni sem eru ofarlega í umræðunni í Evrópu um þessar mundir. Sjónum er sérstaklega beint að EES-samningnum, loftslagsbreytingum, dýravelferð, heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, utanríkismálum og stjórnmálaástandinu í Evrópu. Fylgist með á vefsíðu Alþjóðamálastofnunar: www.ams.hi.is.