Opinn fundur 11. júní: Hvernig geta borgir stuðlað að friði? Höfði – Friðarsetur í Reykjavík

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Norræna húsið, fimmtudaginn 11. júní kl. 13-14. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og markar upphaf „Fundar fólksins“ – þriggja daga hátíðar um samfélagsmál.

Hvernig geta borgir stuðlað að friði?
Höfði – Friðarsetur í Reykjavík

Á fundinum verður rætt hvernig borgin og Friðarsetrið geti stuðlað að auknum friði og hvernig má efla og nýta tengsl við samtök, stofnanir og einstaklinga sem taka virkan þátt í friðarstarfi. Einnig hvort sérstaða Íslands og borgarinnar geti skipt máli utan landsteinanna. Sú samræða sem skapast á fundinum verður síðan nýtt í stefnumótunarvinnu Friðarsetursins og borgarinnar.

Opnunarávarp: Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunar- og átakafræðingur

Pallborð:
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis
Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar
Sigríður Björg Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs hjá Rauða krossinum
Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga
Helga Þórey Björnsdóttir, mannfræðingur og aðjúnkt við HÍ

Fundarstjóri: Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar

———————————-

Unnið er að stofnun Höfða – Friðarseturs í Reykjavík. Friðarsetrið mun m.a. aðstoða Reykjavíkurborg við mótun, útfærslu og framkvæmd friðarstefnu. Liður í undirbúningsvinnunni er að kalla fólk til samræðu um það hvernig Reykjavík geti best staðið undir nafni sem friðarborg.

Höfði – Friðarsetur er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og er stefnt að því að setrið hefji starfsemi sína formlega haustið 2015.