Ungt fólk á norðurslóðum

Málstofa Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands á Fundi fólksins, föstudaginn 12. júní frá kl. 17 til 18 í kjallara Norræna hússins.

Fulltrúar alþjóðlegs vinnuhóps segja frá markmiði sínu að stofna Norðurskautsráð unga fólksins og fræða ungt fólk um málefni norðurslóða. Þá verða verkefnin International Youth Forum, Arctic Expedition og Arctic Floating University kynnt og sagt frá ráðstefnu um Rússland og ungt fólk á norðurskautssvæðinu. Fjallað verður um nýjar rannsóknir á undanfara og framtíð Norðurskautsráðsins og hvatt til umræðu um þróun norðurslóðasamstarfs.

Mun umhverfisvá og óöryggi leiða til frekari samvinnu eða sundrungar? Hver eru sjónarmið ungs fólks og hvernig á að koma þeim á framfæri?

Ungt fólk á öllum aldri er hvatt til að taka þátt.

Fundarstjóri: Margrét Cela, verkefnastjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands