Baráttan gegn Trident-kjarnorkuvopnunum í Skotlandi og áhrif hennar á umheiminn

Opinn fundur: Miðvikudaginn 5. ágúst frá kl. 12 til 13 í Odda 101 

Baráttan gegn Trident-kjarnorkuvopnunum í Skotlandi og áhrif hennar á umheiminn

Scottish resistance to Trident on our soil, and the  implications for the UK and the wider world

Kjarnorkuvopnabúr Bretlands er geymt í Faslane-kafbátastöðinni í grennd við Glasgow í Skotlandi. Friðarsinnar hafa barist gegn stöðinni um árabil og dregið fram ýmsar skuggalegar upplýsingar um ástand kjarnorkuflotans. Um nokkurra ára skeið hefur verið rætt um endurnýjun Trident-kjarnorkuflauganna og hefur það mál haft víðtæk pólitísk áhrif og tengst m.a. umræðu um mögulegt sjálfstæði Skotlands.

Veronika Tudhope er varaforseti Skotlandsdeildar CND (Campaign for Nuclear Disarmament) og á sæti í aðalstjórn CND í Bretlandi. Hún hefur á liðnum árum tekið virkan þátt í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum.

Fundarstjóri: Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands

Fundurinn verður á ensku og er öllum opinn.

Skipuleggjendur: Samstarfshópur friðarhreyfinga og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands