Haustdagskráin byrjar af krafti

 

Haustdagskráin byrjar af krafti hjá Alþjóðamálastofnun með tveimur opnum fundum sitt hvoru megin við helgina. Mike Small, ritstjóri Bella Caledonia og blaðamaður fyrir The Guardian, hélt erindi í hádeginu föstudaginn 4. september þar sem hann fjallaði um stöðuna í Skotlandi nú, ári eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði landsins. Á þriðja tug mættu á fundinn og áhugaverðar umræður spruttu upp að erindi loknu. Fundarstjórn var í höndum Alyson Bailes, aðjúnkts við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Á mánudaginn kemur, 7. september, mun Dunja Mijatovick, fulltrúi ÖSE fyrir frelsi fjölmiðla, fjalla um ógnir við tjáningarfrelsi í fjölmiðlum og á internetinu. Dunja mun meðal annars beina sjónum sínum að öryggi blaðamanna og bloggara, og þá einkum og sér í lagi öryggi kvenna. Þá mun hún einnig fjalla um það hvernig áróðri er markvisst beitt í milliríkjaátökum. Fundurinn fer fram kl. 12:15-13:30 í fundarsal Þjóðminjasafnsins og er öllum opinn. Fundurinn fer fram á ensku og fundarstjórn er í höndum Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, varafréttastjóra Ríkisútvarpsins.

Fylgist með næstu fundum hjá Alþjóðamálastofnun hér á síðunni, www.ams.hi.is, og á Facebook. Eins er hægt að skrá sig á póstlistann okkar til þess að fá allar fréttir um frekari fundi. Hlökkum til að sjá ykkur í vetur!