Kjarnorkusaga Hiroshima

Mánudaginn 28. september kl. 11:35 til 12:25 í stofu 101 á Háskólatorgi

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íslensk-japanska félagið

Kjarnorkusaga Hiroshima

Þeir sem lifðu af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki kallast á japönsku hibakusha eða í beinni þýðingu fólkið sem varð fyrir áhrifum kjarnorkusprengjunnar. Í viðleitni sinni til að tryggja að enginn annar þurfi að verða hibakusha hafa eftirlifendur sprenginganna um áratuga skeið lagt sig fram um að miðla frásögnum sínum af árásunum til yngri kynslóða. Á fundinum mun Yumie Hirano koma fram fyrir þeirra hönd og segja frá.

Yumie Hirano er viðurkenndur frásagnaraðili og sérfræðingur um málefni kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki í seinni heimsstyrjöldinni. Yumie ferðast um heiminn og deilir reynslu fórnarlambanna frá Hiroshima og lýsir hörmulegum afleiðingum kjarnorkusprenginga.  

Fundurinn verður á ensku og er öllum opinn.

Veggspjaldasýning hefur verið sett upp í tengslum við fundinn á ganginum milli Háskólatorgs og Gimli þar sem fræðast má frekar um árásirnar á Hiroshima og Nagasaki og hörmulegar afleiðingar þeirra. 

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun