Bretland og Evrópusambandið: Viðfangsefnin framundan

Þriðjudaginn 6. október kl. 11:30 til 12:30 í fundarsal Norræna hússins

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við sendiráð Bretlands á Íslandi

Bretland og Evrópusambandið: Viðfangsefnin framundan

Evrópusambandið stendur um þessar mundir frammi fyrir erfiðum úrlausnarefnum. Vijay Rangarajan, yfirmaður Evrópusviðs breska utanríkisráðuneytisins, rekur í erindi sínu viðfangsefnin framundan og útskýrir aðgerðir Breta í Evrópumálum. Þá lýsir hann hverju bresk stjórnvöld vonast til að ná fram með því að endursemja um vissa þætti ESB-aðildar landsins og með ESB-umbótaáætlun sinni. Þetta er gert áður en haldin verður þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um ESB-aðild landsins, en ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún muni fara fram fyrir árslok 2017.

Fundarstjóri: Guðni Th. Jóhannesson, dósent við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Breska sendiráðið á Facebook: www.facebook.com/UKinIceland