Ný útgáfa: Nordic and Arctic Affairs: Small States in the Arctic: What Impact from Russia-West Tensions?

Út er komið nýtt smárit um Norðurlöndin og stöðu þeirra á norðurslóðum í ljósi aukinnar spennu milli Rússlands og Vestursins. Ritið er eftir Alyosn JK Bailes og fjallar um samstarf Norðurlandanna á norðurslóðum og stöðu þeirra sem smáríki á svæðinu. Hvaða áhrif hafa aðgerðir Rússa í Úkraínu og sú spenna sem skapast hefur í samskiptum austurs og vesturs á Norðurlöndin og samstarfið á norðurslóðum?

Hér má nálgast smáritið í heild sinni.

Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands stendur fyrir útgáfu á ritröð um smáríki þar sem nýjar rannsóknir fræðimanna í smáríkjafræðum eru kynntar á stuttan og hnitmiðaðan hátt. Smáritin eru ætluð blaðamönnum, embættismönnum, starfsmönnum sendiráða og öllum þeim sem vilja kynna sér það sem efst er á baugi í smáríkjarannsóknum.

Rannsóknasetur um smáríki hlaut öndvegisstyrk frá Menntaáætlun Evrópusambandsins árið 2013 og starfar nú sem Jean Monnet öndvegissetur (Jean Monnet Centre of Excellence). Í tengslum við styrkinn mun öndvegissetrið efla sýnileika þverfaglegra rannsókna um smáríki og stöðu þeirra í alþjóðasamfélaginu.