Vísindi áfallastjórnunar

Opið málþing á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, breska sendiráðsins og NORDRESS, mánudaginn 19. október kl. 12 til 13:30 í Norræna húsinu

VÍSINDI ÁFALLASTJÓRNUNAR

Aðalfyrirlesari verður Robin Grimes, vísindaráðgjafi breska utanríkisráðuneytisins, en hann ber ábyrgð á að veita utanríkisráðherra Breta og embættismönnum ráðgjöf um vísindi, tækni og nýsköpun. Í erindi sínu mun Grimes fjalla um mikilvægi vísindarannsókna fyrir viðbúnað og viðbrögð við hamförum, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar. Grimes hefur sjálfur reynslu af því að starfa sem vísindaráðgjafi COBRA, stóráfallaviðbragðateymis breskra stjórnvalda. Sem sérfræðingur í kjarnorkumálum kom hann einnig að ráðgjöf um viðbrögð við slysinu í Fukushima-kjarnorkuverinu í Japan árið 2011.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, mun bregðast við erindi Robin Grimes og lýsa í sínu innleggi lærdómum sem draga má af reynslu Íslendinga af viðbúnaði og viðbrögðum við eldgosum hér á landi á undanförnum árum og aðkomu vísindamanna að þeim.

Fundarstjóri verður Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri NORDRESS, norræns rannsóknarverkefnis um samfélagslegt öryggi og viðbrögð við náttúruhamförum.

Málþingið fer fram á ensku og er opið öllum.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Breska sendiráðið á Facebook: www.facebook.com/UKinIceland