Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Miðvikudaginn 28. október kl. 9:00 til 10:00 í fundarsal Þjóðminjasafnsins

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Framkvæmdastjóri Efnahagsstofnunnar Sameinuðu þjóðanna og fyrrum þróunarmálaráðherra Danmerkur, Christian Friis Bach, fjallar um ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem tóku nýverið við af Þúsaldarmarkmiðunum. Nýju markmiðunum er ætlað að útrýma fátækt, stuðla að hagsæld og velferð fólks og auka um leið umhverfisvernd fyrir árið 2030. Hver eru markmiðin og hverju munu þau skila?

Heimsmarkmiðin, mótuð af hverjum, fyrir hvern?
Guðrún Helga Jóhannsdóttir, doktorsnemi í þróunarfræðum og stundakennari við Háskóla Íslands, ræðir um eignarhald við mótun þróunarmarkmiðanna eftir 2015 í Senegal.

Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Boðið verður upp á kaffiveitingar frá kl. 8:30 til 9:00.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun