Fundi aflýst um viðbrögð Evrópu við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi

Af óviðráðanlegum ástæðum fellur niður fundur Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um málefni flóttamanna í Evrópu sem átti að fara fram í Lögbergi föstudaginn 6. nóvember. Fyrirlesarinn Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk í málefnum flóttamanna, kemst ekki frá sökum anna en leiðtogaráð Evrópusambandsins sem Tusk veitir forstöðu hefur nú boðað til fundar í Valletta á Möltu í næstu viku vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem nú blasir við í málefnum flóttamanna.