Helsinki-sáttmálinn 40 árum síðar: ÖSE og smáríki

Föstudaginn 13. nóvember kl. 13:00 til 16:30 í Háskóla Íslands, Öskju 132

Málþing á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknaseturs um smáríki, í samstarfi við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE)

Helsinki-sáttmálinn 40 árum síðar: ÖSE og smáríki

Smáríki hafa í gegnum tíðina sett svip sinn á samvinnu ríkja í öryggismálum í Evrópu og á tímum kalda stríðsins gegndu þau mikilvægu hlutverki í málamiðlunum milli andstæðra blokka austurs og vesturs. Smáríkið Malta náði t.d. fram breytingum á lokametrum samningaviðræðna um Helsinki-sáttmálann (Helsinki Final Act) árið 1975, en breytingarnar fólust í sérkafla um Miðjarðarhafið.

Á málþinginu verður sjónum beint að breytingum á hlutverki smáríkja innan RÖSE, samstarfs sem átti sér upphaf í ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, og arftaka þess, Öryggis- og Samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE. Hvert hefur framlag smáríkja verið, hvaða áskorunum hafa þau mætt og hverju hefur samstarfið skilað? Hver er líkleg þróun á hlutverkum þeirra í náinni framtíð?

Fyrirlesarar:
Alyson Bailes, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Alexander Trigona, sendiherra Möltu gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni, sérlegur sendifulltrúi forsætisráðherra og fyrrum utanríkisráðherra Möltu.
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Jean Monnet prófessor í Evrópufræðum og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands.
Jan Plešinger, yfirmaður rannsókna- og gagnasviðs ÖSE
Raimonds Oškalns, ráðgjafi utanríkisráðherra Lettlands.
Ursula Froese, ritstjóri og pistlahöfundur, Security Community, tímarit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE.

Skráning á málþingið fer fram hér.

Að málþingi loknu verður boðið upp á léttar veitingar.

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is / www.osce.org
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu á Facebook: www.facebook.com/osce.org/