Vesturlönd og Rússland: Nýtt kalt stríð?

Miðvikudaginn 18. nóvember kl. 12:00-13:00 í Norræna húsinu

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands 

Vesturlönd og Rússland: Nýtt kalt stríð?

Átökin í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi hafa skapað mikla spennu í samskiptum milli Rússlands og Vesturlanda. Í þessum fyrirlestri mun Andrew Cottey fjalla um þessa breyttu heimsmynd og færa rök fyrir því að samskiptin mótist í raun af tveimur grundvallarþáttum. Annars vegar sókn Rússa eftir því styrkja stöðu sína sem eina stórveldið á áhrifasvæði fyrrum Sovétríkjanna og hins vegar átökum milli ólíkra heimsmynda frjálslynds stjórnkerfis Vesturlanda og valdboðsríkja á borð við Rússland og Kína. Það er þó ekki þar með sagt að samskipti Vesturlanda og Rússlands einkennist af átökum á öllum sviðum, en það besta sem hægt að vonast eftir er að hafa stjórn á samskiptum sem óhjákvæmilega verða alltaf erfið.

Andrew Cottey er dósent og deildarforseti Stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi. Hann er höfundur bókarinnar Security in 21st Century Europe, 2nd ed. (Palgrave Macmillan, 2013).

Fundarstjóri: Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun