Rússland Pútíns: Frásögn um morð, spillingu og misnotkun valds

FÖSTUDAGINN 20. NÓVEMBER kl. 12:00-13.00 í Hátíðasal Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Almenna bókafélagsins, RNH og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Bill Browder, höfundur bókarinnar Eftirlýstur, er bandarískur fjárfestir og sonarsonur formanns kommúnistaflokks Bandaríkjanna. Hann var forstjóri auðsælasta vogunarsjóðs Rússlands, þegar Pútín ákvað að leggja hann að velli. Sýndarmál var höfðað gegn honum í Rússlandi, og rússneskur lögfræðingur hans var pyndaður og myrtur. Browder neitaði að lúta ofureflinu og hefur barist síðan gegn Pútín. Hann fékk Bandaríkjaþing til að setja morðingja lögfræðingsins og vitorðsmenn þeirra á svartan lista, svo að þeir fá ekki að ferðast til Bandaríkjanna. Bók hans, Eftirlýstur, (e. Red Notice) hefur farið sigurför um heiminn og kemur út um þessar mundir á 22 tungumálum.

Bill Browder, stofnandi og forstjóri Hermitage Capital, var helsti erlendi fjárfestirinn í Rússlandi fram til ársins 2005, þegar honum var meinað að koma til landsins eftir að hafa ljóstrað upp um víðtæka spillingu.

Fundarstjóri: Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.