Ráðstefnan Fræði og fjölmenning 2016 – kall eftir ágripum

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands vekur athygli ákalli eftir ágripum fyrir ráðstefnuna Fræði og fjölmenning 2016: Uppbygging og þróun íslensks fjölmenningarsamfélags

Dagsetning: 6. febrúar 2016
Umsjónaraðili
: Háskóli Íslands
Tungumál
: Íslenska/enska
Þátttakendur
: Áhugafólk, fræðimenn, fagfólk, nemendur
Staður
: Háskóli Íslands
Meðal samstarfsaðila
: Akureyrarbær, Hafnarfjarðarbær, innanríkisráðuneytið, Kópavogsbær, Rauði krossinn, Reykjavíkurborg, velferðarráðuneytið.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna Fræði og fjölmenning 2016. Ráðstefnunni er ætlað að miðla og byggja upp frekari þekkingu ásviði fjölmenningar. Fjallaðverður m.a. um það hvernig íslenskt fræða- og fagsamfélag getur unnið nánar saman að aukinni þekkingu á málaflokknum og hvernig Háskóli Íslands getur lagt sitt af mörkum til almennrar samfélagsumræðu. Erindin geta verið á eftirfarandi sviðum og geta þau verið fræðileg, rannsóknartengd eða tengd hvers konar framkvæmd á vettvangi. Skörun getur verið á milli sviða.

Velferðarmál, s.s. félagsþjónusta, heilbrigðisþjónusta og atvinnuþátttaka

Menntamál, s.s. kennsla, uppeldismál, íþróttir og tómstundir

Saga, trú, menning og tungumál

Samfélagsmál, s.s. mannvísindi, lög, hagfræði, viðskipti og stjórnmál
Áhugasömum fræðimönnum og fagaðilum er boðið að senda inn 70 orða ágrip aðannaðhvort 20 mín. eða 10 mín. erindum. Ágripið þarf að innihalda stutta lýsingu á viðfangsefni eða markmiði erindisins og helstu niðurstöðum eða lærdómi. Ágripin verða birt á heimasíðu ráðstefnunnar og nýtt í tengslum við kynningu áhenni. Skila má inn tillögum að heildstæðri málstofu með þremur erindum (einu 20 mín. erindi og tveimur 10 mín. erindum) sem ásamt umræðum mynda klukkustundarlanga málstofu.
Skilafrestur ágripa og tillagna að málstofum er 15. janúar næstkomandi.

Dagskrárnefnd ráðstefnunnar fer yfir þau ágrip sem berast og velur erindi. Upplýsingar um samþykkt erindi verða veittar í kringum 25. janúar 2016.

Vinsamlegast skiliðágripum og stuttri ferilskrá (hámark ein bls.) rafrænt til:
Jónu Sólveigar Elínardóttur, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands: jse@hi.is.

Frekari upplýsingar veita Jóna Sólveig eða Sæunn Stefánsdóttir, saeunnst@hi.is, skrifstofu rektors Háskóla Íslands.