Styrkir til ritunar MA-ritgerða um málefni norðurslóða

Utanríkisráðherra auglýsir tvo styrki til ritunar meistaraprófsritgerða um málefni norðurslóða.

Verkefnin geta t.d. verið á sviði (alþjóða)stjórnmála og –laga, öryggismála, umhverfis- og loftlagsbreytinga, efnahags- og samfélagsþróunar og auðlindanýtingar, sem tengist Norðurslóðum.

Miðað er við lokaverkefni í meistaranámi að lágmarki 30 ECTS einingar og jafnframt að verkefnin verði unnin á árinu 2016.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um styrkinn.