Flóttamannavandinn í Evrópu

Föstudaginn 22. janúar kl. 12:00-13:00 í Odda 101, Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Flóttamannavandinn í Evrópu

Flóttamannavandinn í Evrópu hefur stigmagnast en á síðastliðnu ári leituðu ríflega 1,5 milljónir manna hælis í álfunni. Samhliða þessu hefur afstaða almennings til innflytjenda versnað, ekki síst í kjölfar skipulagðra ofbeldisverka í borgum Evrópu á nýársnótt. Popúlistaflokkar mælast hátt í skoðanakönnunum og sundrung í landamærasamstarfi hefur stefnt framtíð Schengen-svæðisins í voða. Lítil sátt virðist í sjónmáli um hvernig taka eigi á þeim áskorunum sem ríkin standa frammi fyrir.

Á þessum fundi mun Hugo Brady ræða um viðbrögð Evrópu við flóttamannavandanum. Þrátt fyrir réttmæta gagnrýni hafa aðildarríkin, þegar á heildina er litið, staðið sig ágætlega í þessari aðkallandi krísu sem í raun á sér enga hliðstæðu. Hundruðum þúsunda mannslífa hefur verið bjargað á Miðjarðarhafinu og Evrópuríki unnu úr yfir milljón nýjum hælisumsóknum á síðastliðnu ári. Evrópa er orðin sá staður þangað sem hælisleitendur leita fyrst, á meðan aðrir heimshlutar gera lítið til þess að vinna bug á vandanum. Hvernig koma málin til með að þróast árið 2016 og hver verða viðbrögð Evrópu?

Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Fundarstjóri: Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun