Fjölbreytt og skemmtileg vika í Vilníus

Vikuna 24.-30. janúar fóru þrír nemendur við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, þeir Andri Yrkill Valsson, Vladyslav Stepanets og Dimitrios Tsikas, til Vilníus í Litháen og tóku þar þátt í vetrarskóla um smáríki við háskólann í Vilníus.  Rannsóknasetur um smáríki og Háskólinn í Vilníus stóðu fyrir skólanum en til umfjöllunar var breytt landslag í öryggismálum Evrópu eftir átökin í Úkraínu og á Krímskaga og hvað aukið spennustig í Austur-Evrópu þýðir fyrir stöðu smáríkja í álfunni.

Auk fulltrúa frá Stjórnmálafræðideild HÍ voru þar nemendur frá háskólum í Vilnius, Tallinn, Möltu, Kaupmannahöfn og St. Andrews í Skotlandi og tóku þátt í mjög líflegum umræðum um málefnin. Auk þess komu fyrirlesarar víða að og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild HÍ, flutti þar meðal annars erindi um samfélagslegt öryggi.
Úr varð fjölbreytt og skemmtileg vika og voru nemendur sammála um að vetrarskólinn hefði dýpkað skilning þeirra á stöðu smáríkja í Evrópu í breyttu landslagi öryggismála, og þeim nýjum áskorunum sem við blasa.