Opinn fyrirlestur: Eiga allir að vera með? Alþjóðavæðing öryggismála á norðurslóðum

Opinn fundur á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands í samstarfi við norska sendiráðið

Föstudaginn 19. febrúar kl. 12:00-13:00 í Odda 201, Háskóla Íslands

Þrátt fyrir að minna hafi farið fyrir umræðu um kapphlaupið um norðurslóðir á síðustu fimm árum hefur áhugi þriðju ríkja, þ.e. ríkja sem ekki eru aðilar að Norðurskautsráðinu, síður en svo dvínað. Sá áhugi felst ekki síst í efnahagslegu- og pólitísku mikilvægi svæðisins og birtist m.a. í stefnumótun ríkja sunnan við heimskautsbaug gagnvart málefnum norðurslóða. Þessi alþjóðavæðing norðurskautsins hefur vakið upp spurningar um þróun öryggismála á norðurslóðum með tilliti til margs konar utanaðkomandi þátta svo sem baráttu stórveldanna fyrir auknum völdum, orkuöryggis, efnahagsmála og málefna hafsins í víðari skilningi. Er hægt að líta til norðurskautsins sem afmarkaðs öryggissvæðis? Eru áskoranir í öryggismálum norðurslóða sambærilegar þeim sem ríkin sunnan heimskautsbaugs standa frammi fyrir?

Marc Lanteigne er fræðimaður við norsku Alþjóðamálastofnunina (NUPI) í Osló og hefur unnið í samstarfi við Rannsóknasetur um noðrurslóðir við Háskóla Íslands.

Fundarstjóri: Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.