Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna 2015

Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands

Opinn fundur á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, utanríkisráðuneytisins, Alþjóðamálastofnunar og RIKK- Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands

Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna 2015

Á síðastliðnum 25 árum hafa átt sér stað miklar framfarir um heim allan: fólk lifir almennt lengur, fleiri börn eru í skóla og fleiri hafa aðgang að hreinu vatni. Atvinnuþátttaka spilar stórt hlutverk í þessari þróun, en hún á sér þó einnig ýmsar skuggahliðar sem birtast m.a. í barnaþrælkun, nauðungarvinnu og mansali. Hvernig getur atvinna fært fólki aukin tækifæri og þar með haft áhrif á þróun?

Dr. Selim Jahan, aðalritstjóri Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 (Human Development Report 2015: Work for Human Development), kynnir helstu niðurstöður skýrslunnar.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flytur opnunarávarp.

Íslenskur vinnumarkaður í alþjóðlegu samhengi – pallborð:
Katrín Ólafsdóttir, lektor við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og sérfræðingur á Hagstofu Íslands.

Fundarstjóri: Þröstur Freyr Gylfason, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna.

Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar að fundi loknum.

Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna er að finna hér: http://report.hdr.undp.org/

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun