Opinn fundur með Johan Galtung

Fimmtudaginn 28. apríl kl. 12:00-13:00 í Odda 101, Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Johan Galtung: Positive and Negative Peace – A Peace Formula

Johan Galtung er stærðfræðingur, félagsfræðingur og stjórnmálafræðingur. Hann er áhrifamesti fræðimaður heims í átaka- og friðarfræðum og almennt álitinn upphafsmaður þeirrar fræðigreinar. Galtung hefur verið afkastamikill á sínum ferli og hefur hann gefið út rúmlega 1600 fræðigreinar og yfir 160 fræðibækur. Hann stofnaði Peace Research Institute Oslo (PRIO) árið 1959, sem er fyrsta rannsóknarstofnun heims í átaka- og friðarfræðum, og var forstöðumaður stofnunarinnar fyrstu tíu ár hennar. Einnig er hann stofnandi þekktasta tímaritsins í átaka- og friðarfræðum Journal of Peace Research (1964) þar sem hann var ritstjóri til margra ára. Árið 1993 stofnaði Galtung samtök um sáttamiðlun Transcend International: A Peace Development Environment Network, sem starfa um heim allan. Hann hefur aðstoðað við stofnun fjölda annarra friðarrannsóknarsetra og er núverandi forseti Galtung-Institut for Peace Theory & Peace Practice.

Fundarstjóri: Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun