Föstudaginn 29. apríl kl. 12:00-13:00 í Odda 101 við Háskóla Íslands
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, Lagastofnunar og Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands
Panamaskjölin: Af hverju Ísland? Skattahagræði eða skattsvik?
Panamaskjölin eru stærsti gagnaleki sögunnar og hafa þau gefið almenningi innsýn inn í heim skattaundanskota sem hingað til hefur verið að mestu hulinn. Það hefur vakið alþjóðlega athygli hve margir Íslendingar koma fram í þessum skjölum og virðist sem notkun skattaskjóla sé hlutfallslega hærri hér en í öðrum löndum Evrópu. Hvað veldur því að staða Íslands er svona veigamikil í þessum skjölum? Eru Íslendingar almennt umburðarlyndari gagnvart skattaskjólum og aflandsfélögum en önnur vestræn ríki? Hvers vegna eru orð líkt og skattahagræði samþykkt í opinberri umræðu?
Framsöguerindi:
Tvöfaldur Íri, hollensk samloka og pósthólf á Tortólu
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, reynir að útskýra ástæður þess að fjölþjóðafyrirtæki og forríkir einstaklingar stofna fyrirtæki í pósthólfi í litlum eyríkjum þó svo hagræn starfsemi sér þar engin.
Þátttakendur í pallborðsumræðum:
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri.
Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Fundarstjóri: Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Fundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum.
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun