Úrsögn Bretlands úr ESB? Hverjar yrðu afleiðingarnar fyrir Evrópu?

Föstudaginn 20. maí kl. 12:00 – 13:00 í Lögbergi 101 í Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Félags stjórnmálafræðinga

Úrsögn Bretlands úr ESB? Hverjar yrðu afleiðingarnar fyrir Evrópu?

Kosningarnar þann 23. júní nk. um áframhaldandi aðild Bretlands að Evrópusambandinu koma ekki einungis til með að hafa gríðarleg áhrif á framtíð Bretlands heldur einnig á framtíðarþróun Evrópusamrunans. Hverjir hafa komið að kosningunum og hvernig hefur kosningabaráttan verið? Hvers vegna eru Bretar að endurskoða aðild sína að Evrópusambandinu?

John O’Brennan, Jean Monnet prófessor við Maynooth University og forstöðumaður Maynooth Centre for European and Eurasian Studies, ræðir um kosningarnar í Bretlandi og reynslu Íra af því að ganga reglulega til atkvæðagreiðslu um málefni ESB

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, fjallar um áhrif mögulegrar úrsagnar Breta úr ESB á Ísland og Evrópusambandið. Gæti orðið til ytra lag í Evrópusamvinnunni sem næði yfir Bretland, Noreg, Sviss og Ísland ásamt nokkrum smærri ríkjum?

Fundarstjóri: Maximilian Conrad, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands

Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun