Dr. Jane Goodall á Íslandi

Opinn fyrirlestur með Dr. Jane Goodall í Háskólabíói miðvikudaginn 15. júní kl. 17:00.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Dr. Jane Goodall, ein merkasta vísindakona heims, er væntanleg hingað til lands í júní á þessu ári. Hún hefur helgað líf sitt náttúru- og dýravernd en þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. Hún setti á fót Stofnun Jane Goodall (The Jane Goodall Institute) sem hefur það að markmiði að veita fólki innblástur og hvetja það til virkrar þátttöku í verndun og velferð dýra, sem og verndun jarðarinnar allrar.

Dr. Jane Goodall er friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna og heldur fyrirlestra um allan heim þar sem hún leggur höfuðáherslu á umhverfisvernd. Hún er jafnframt stofnandi Roots & Shoots hreyfingarinnar sem nær til þúsunda ungmenna í yfir 100 löndum og eflir þau og virkjar til að leggja sitt af mörkum við náttúru- og dýravernd.

 

Að heimsókn dr. Jane Goodall standa háskólastofnanir og samtök á sviði umhverfisfræða og dýraverndar. Þau eru Alþjóðamálastofnun, Líffræðistofa, Stofnun Sæmundar fróða og umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Landvernd og Líffræðifélag Íslands.

Hér má nálgast Facebook-síðu um komu Jane Goodall til Íslands.

Frekari upplýsignar:
Stofnun Jane Goodall
Roots & Shoots
Upplýsingar um Jane Goodall á Vísindavefnum