COP21: Næstu skref fyrir Evrópusambandið og Ísland

Miðvikudaginn 8. júní kl. 12:00-13:00 stofu 101 á Háskólatorgi, Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands og sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi

COP21: Næstu skref fyrir Evrópusambandið og Ísland

Þann 22. apríl komu fulltrúar 170 ríkja saman í New York til að undirrita UNCCC samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnunni í París í desember 2015. Samkomulagið er fyrsti marghliða samningurinn í loftslagsmálum sem gerður hefur verið á 21. öldinni og er hann mikilvægt skref í áttina að grænni og umhverfisvænni hagkerfum á alþjóðavísu.

Mikilvægt er að ríkin nýti sér þann meðbyr sem myndast hefur í kjölfar ráðstefnunnar í París til þess að fullgilda samninginn og grípa til nauðsynlegra aðgerða í átt að settum markmiðum. Við samningaborðið settu Evrópusambandið og Ísland sér það sameiginlega markmið að minnka losun gróðurhúsaloftegunda um 40% fyrir 2030.

Frummælendur:
Matthias Brinkmann, yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi
Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti og aðalsamningamaður Íslands í loftslagsmálum

Fundarstjóri: Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum

Nánari upplýsingar: www.caps.hi.is / www.esb.is
Rannsóknasetur um norðurslóðir á Facebook:
http://www.facebook.com/Centre.for.Arctic.Policy.Studies
Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi á Facebook:
https://www.facebook.com/Evropusambandid