Sumarskóli Rannsóknaseturs um smáríki

Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands stendur fyrir sumarskóla um smáríki og stöðu þeirra í Evrópu dagana 20. júní – 2. júlí. Þetta er í fjórtánda sinn sem setrið skipuleggur sumarskóla af þessu tagi. Framúrskarandi nemendur frá sex háskólum í Evrópu taka þátt í skólanum að þessu sinni. Sumarskólinn er hluti af stærra Erasmus+ stefnumiðuðu samstarfsverkefni á háskólastigi. Háskóli Íslands leiðir verkefnið en fimm aðrir háskólar taka þátt í því: Kaupmannahafnarháskóli, Háskólinn í St. Andrews í Skotlandi, Háskólinn í Vilnius, Háskólinn í Tallinn og Háskólinn á Möltu.

Hér er að finna frekari upplýsingar um skólann á ensku.