Norðurskautsráðið 20 ára

Kynning á hagsmunamati Íslands á norðurslóðum

Norðurskautsráðið er 20 ára um þessar mundir. Af því tilefni er efnt til tveggja daga dagskrár á Akureyri og í Reykjavík.

Fimmtudaginn 8. september verður skýrsla ráðherranefndar um hagsmunamat Íslands á norðurslóðum kynnt á fundi í Háskólanum á Akureyri kl. 14:00 til 16:00. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, opnar fundinn en fleiri ráðherrar úr nefndinni taka einnig þátt.

Föstudaginn 9. september verður fjallað um starfsemi og stöðu Norðurskautsráðsins á þessum tímamótum í Norræna húsinu í Reykjavík frá kl. 13:00 til 16:00. Fyrri hluti málstofunnar fjallar um starfsemi ráðsins og fer fram á íslensku. Seinni hlutinn, sem fjallar um stöðu og framtíð ráðsins með hliðsjón af þróun mála í alþjóðasamfélaginu, fer fram á ensku.

Hér má nálgast dagskrá.