Hvar: Gróðurhús Norræna hússins
Hvenær: Föstudaginn 2. september 2016, kl. 14 – 15
Tegund viðburðar: Umræður
Þátttakendur:
- Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands
- Ína Dögg Eyþórsdóttir, verkefnisstjóri hjá ENIC/NARIC matsskrifstofu Háskóla Íslands
- Barbara Kristvinsson, ráðgjafi innflytjenda hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar
Fundarstjóri: Þorsteinn Víglundsson, fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Lýsing: Er menntun og starfsreynsla innflytjenda og flóttafólks sem kemur hingað til lands nýtt sem skyldi? Unnur Dís Skaptadóttir fjallar um atvinnutækifæri innflytjenda og flóttafólks á Íslandi út frá rannsóknum sínum. Ína Dögg Eyþórsdóttir kynnir hvernig menntun innflytjenda og flóttafólks er metin innan Háskóla Íslands og Barbara Kristvinsson fjallar um reynslu innflytjenda og hugmyndir að úrbótum út frá starfi hennar sem ráðgjafi innflytjenda.