Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Ekkert hungur

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins mánudaginn 12. september kl. 12:00-13:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Ekkert hungur

Alþjóðasamfélagið samþykkti í september á síðasta ári ný markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þar sem áhersla er lögð á bætt lífsgæði og verndun umhverfis og náttúru. Annað markmið Sameinuðu þjóðanna miðar að því að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi, draga úr vannæringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. Til þess að hægt sé að útrýma hungri í eitt skipti fyrir öll verður að taka á rótum vandans – stríðsátökum, loftslagsbreytingum og öllu þar á milli.

Anne Poulsen, framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn, ræðir aðgerðir Matvælaáætlunarinnar í baráttunni gegn hungri og hvernig útrýma megi hungri fyrir 2030.

Fundarstjóri: Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Alþjóðamálastofnunar og utanríkisráðuneytisins: www.ams.hi.is / www.utanrikisraduneyti.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun Utanríkisráðuneytið á Facebook: www.facebook.com/utanrikisraduneytid