Rússland í dag: Opinber samskipti við nágranna í vestri

Föstudaginn 9. september kl. 9:00 – 12:00 í Norræna húsinu

Opinn fundur á vegum Norræna hússins í Reykjavík í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Norðurlönd í fókus

Rússland í dag: Opinber samskipti við nágranna í vestri

Norræn ráðstefnuröð um samskipti Rússlands og Norðurlanda

Rússnesk stjórnmál í dag: Pútín, pressan og hið ímyndaða stríð
Mikhail Zygar, fréttastjóri óháðu sjónvarpsstöðvarinnar Dozhd og höfundur metsölubókarinnar „All the Kremlin´s Men“.
Kristinn Hrafnsson, rannsóknarblaðamaður, kynnir Zygar og ræðir við hann að erindi loknu.

Rússland og Evrópusambandið: Hvert stefnum við?
Arkady Moshes, sviðsstjóri rannsókna á austurstefnu Evrópusambandsins og málefnum Rússlands, Alþjóðamálastofnun Finnlands.

Opinber samskipti Norrænu ráðherranefndarinnar við Vestur-Rússland
Jens Nytoft Rasmussen, ráðgjafi um alþjóðasamstarf hjá Norrænu ráðherranefndinni.

Samskipti Rússlands og Noregs
Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs á Íslandi.

Menningartengsl Íslands og Sovétríkjanna á 20. öld
Rósa Magnúsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskólann í Árósum.

Pallborðsumræður með þátttakendum

Fundarstjóri er Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar frá kl. 8:30 til 9:00.

Mikhail Zygar er einn áhugaverðasti fjölmiðlamaður Rússlands. Hann hóf feril sinn sem stríðsfréttamaður en er þekktastur í dag sem metsöluhöfundur og stofnandi og aðal-fréttastjóri Dozhd, einu óháðu sjónvarpsstöðvarinnar í Rússlandi. Zygar gaf út bókina „All the Kremlin´s Men: Inside the Court of Vladimir Putin“ árið 2015. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og kemur út á ensku í september 2016.

Arkady Moshes er sviðsstjóri rannsókna á austurstefnu Evrópusambandsins og málefnum Rússlands við Alþjóðamálastofnun Finnlands. Hann hefur gefið út fjölda bóka og greina um málefni Rússlands og er virtur fréttaskýrandi.

Nánari upplýsingar: www.nordichouse.is og www.ams.hi.is
Norræna húsið á Facebook: www.facebook.com/norraenahusid
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Norðurlönd í fókus á Facebook: www.facebook.com/Nordurlondifokus