Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Rannsóknasetur um smáríki, Rannsóknasetur um norðurslóðir og Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands kynna haustdagskrá sína. Eins og sjá má er hún fjölbreytt og þétt og flestir sem hafa áhuga á alþjóðamálum ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin er einnig í stöðugri mótun og því ástæða til að fylgjast vel með.
Mánudaginn 26. september frá 14:00-16:00 í Norræna húsinu
Samvinna Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í 25 ár
Í samstarfi við Norðurlönd í fókus, formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu (CBSS) og þingmannaráðstefnu Eystrasaltssvæðisins (BSPC)
Fimmtudaginn 6. október frá 14:00-17:00 í Þjóðminjasafninu
Brottför varnarliðsins, þróun varnarmála
Í samstarfi við Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál og NEXUS, rannsóknarvettvang um öryggis og varnarmál
Föstudaginn 7. október frá 13:00-17:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands
Opnunarmálþing Höfða friðarseturs Reykjavíkuborgar og Háskóla Íslands
Laugardaginn 8. október frá 14:30-15:30 í Hörpu
Málstofa á Arctic Circle: Arctic University Cities
Í samstarfi við Háskólann í Tromsö, Noregi
Laugardaginn 8. október frá 15:00-17:30 í Hátíðasal Háskóla Íslands
30 ára afmæli leiðtogafundar Reagan og Gorbatsjov í Reykjavík
Í samstarfi við utanríkisráðuneytið
Sunnudaginn 9. október frá 16:15-18:15 í Hörpu
Málstofa á Arctic Circle: Climate refugees, diaspora and tourism in the North Atlantic Gateway to the Arctic
Í samstarfi við Northgate tengslanetið
Mánudaginn 10. október frá 12-13 í Háskóla Íslands
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum
Mánudaginn 17. október frá 16:30-18:00 í Háskóla Íslands
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum
Í samstarfi við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi
Fimmtudaginn 27. október frá 14:00-17:00 í Þjóðminjasafninu
Nýjar áherslur Norðurlandanna í varnarmálum
Í samstarfi við Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál og NEXUS, rannsóknarvettvang um öryggis og varnarmál
Fimmtudaginn 17. nóvember frá 14:00-17:00 í Þjóðminjasafninu
Endurmat á hernaðarlegu vægi Íslands og nágrennis
Í samstarfi við Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál og NEXUS, rannsóknarvettvang um öryggis og varnarmál