Samvinna Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í 25 ár

Árið 1991 endurheimtu Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, sjálfstæði sitt í þeirri lýðræðisbylgju sem þá fór um Evrópu. Nú 25 árum síðar er samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ennþá í forgangi meðal landanna allra.

Dagskrá:

Opnunarávarp
Lilja Alfreðsdóttir,
Utanríkisráðherra
Inngangsræða
Hr. Guðni Th. Jóhannesson,
Forseti Íslands
Samstarf þingmanna
Carola Veit,
Forseti þingmannaráðstefnu Eystrasaltssvæðisins (BSPC)
Norðurlöndin í Eystrasaltsríkjunum
Christer Haglund,
Framkvæmdastjóri skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Eistlandi
Pallborðsumræður utanríkisráðherra
Lilja Alfreðsdóttir,
Utanríkisráðherra
Linas Antanas Linkevicius,
Utanríkisráðherra Litháen
Edgars Rinkēvičs,
Utanríkisráðherra Lettlands
Jürgen Ligi,
Utanríkisráðherra Eistlands
Stjórn pallborðsumræðna
Bogi Ágústsson, fréttamaður RÚV
Fundarstjóri
Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og formaður stjórnarnefndar Eystrasaltsráðsins

Viðburðurinn er skipulagður af Norðurlönd í fókus og formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu (CBSS) með þátttöku þingmannaráðstefnu Eystrasaltssvæðisins (BSPC) og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.