Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, NEXUS, rannsóknarvettvangur á sviði öryggis- og varnarmála og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands boða til málþings í Þjóðminjasafninu 6. október frá kl. 14:00 til 17:00

Utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir flytur setningarávarp.

Frummælendur:

Robert Loftis, prófessor, aðalsamningamaður Bandaríkjastjórnar í varnarmálaviðræðum stjórnvalda Bandaríkjanna og Íslands 2005-2006.

Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá NATO.

Ojārs Ēriks Kalniņš, formaður utanríkismálanefndar lettneska þingsins.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Málþingið er það fyrsta í röð þriggja en þann 27. október verður rætt um nýjar áherslur Norðurlandanna í varnarmálum og 27. nóvember verður fjallað um endurmat á hernaðarlegu vægi Íslands og nágrennis. Takið frá dagana.

Málþingið fer fram á ensku og er opið öllum.