Átök í stjórnmálum í Póllandi

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar í samstarfi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. október frá kl. 12:00-13:00 í Odda 202

Átök í stjórnmálum í Póllandi

Á þessum opna fundi mun Pawel Frankowski ræða um hvaða öfl eru mikilvægust í pólsku samfélagi í dag og sýna hvernig stjórnmálaflokkar í Póllandi notfæra sér klofning í samfélaginu til þess að komast til valda og viðhalda pólitískri valdastöðu sinni.

Dr. Pawel Frankowski, Lektor í alþjóðasamskiptum og utanríkisstefnu við Stofnun stjórnmála og alþjóðasamskipta við Jagielloninan háskóla í Póllandi.

Fundarstjóri: Monika Waleszczynska, deildarstjóri hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun