Things heating up in Greenland

Fyrirlestur á vegum OH-verkefnisins og Rannsóknarseturs um norðurslóður-Northgate: Things heating up in Greenland

STAÐUR VIÐBURÐAR: HAFNARHÚS, 27 OKTÓBER 2016 – 20:00

Mikkel Myrup, sýningarstjóri við Þjóðminjasafn Grænlands í Nuuk og talsmaður umhverfissamtakanna Avataq, mun flytja fyrirlesturinn „Things heating up in Greenland”. Í störfum sínum hefur Mikkil Myrup kynnst með beinum hætti þeirri umræðuhefð stjórnvalda og stórfyrirtækja sem snýr að umhverfismálum og nýtingu auðlinda í Grænlandi. Í fyrirlestrinum gerir hann grein fyrir þeirri orðræðu, áhrifum af langri viðveru Bandaríkjahers í Grænlandi og þeim áskorunum sem felast í mengandi iðnaði.

 

Umræðustjórar:
Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins.
Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði og safnafræði, Háskóla Íslands.