Stríðið í Sýrlandi

Opinn fundur á vegum HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands miðvikudaginn 2. nóvember kl. 12:00 – 13:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Fundurinn er hluti af fundaröð Háskóla Íslands Fræði og fjölmenning.

„Með því að þegja verður maður þátttakandi í þessu hörmulega stríði sem háð er á kostnað karla, kvenna og barna í Sýrlandi“

Khattab al Mohammad flúði stríðið í Sýrlandi árið 2012 ásamt fjölskyldu sinni og fékk hæli hér á landi í janúar síðastliðnum. Khattab fjallar um Sýrland, sögu landsins, menningu og fjölbreytileika og veitir innsýn inn í hörmungar stríðsins, þar sem margir vina hans og ættingja dvelja enn.

Fundarstjóri er Þórunn Ólafsdóttir, stofnandi Akkeris.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Athygli er vakin á því að umfjöllun og myndefni fundarins er ekki fyrir viðkvæma.