Trump og Brexit: Stjórnmál eftirsannleikans

Miðvikudaginn 7. desember kl. 12:00 – 13:30 í Odda 101

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, HÖFÐA Friðarseturs og Félags stjórnmálafræðinga

Trump og Brexit: Stjórnmál eftirsannleikans

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gekk þvert á ráðleggingar sérfræðinga, fræðimanna og alþjóðastofnana. Í Bandaríkjunum hafði Trump betur á grundvelli kosningaherferðar sem spilaði á tilfinningar frekar en rök og á getgátur frekar en sannleika. Hvað segir þetta okkur um hvert við erum að stefna? Er fólk orðið leitt á sérfræðingum? Er mikilvægi sannleikans að hverfa?

Hvers vegna sigraði Trump?
Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Brexit: Lýðskrum, sinnuleysi eða lögmæt sjónarmið?
Jóhanna Jónsdóttir, doktor í Evrópufræðum frá Cambridge-háskóla.

Eftir erindin verða pallborðsumræður þar sem sitja auk frummælenda:

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Hulda Þórisdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild og Sálfræðideild Háskóla Íslands.
Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Fundarstjóri: Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðladeildar RÚV.

Fundurinn fer fram á íslensku og er öllum opinn.

Nánari upplýsingar:
www.ams.hi.is, www.fridarsetur.is og www.stjornmalafraedingar.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook
HÖFÐI Friðarsetur á Facebook
Félag stjórnmálafræðinga á Facebook