Hátíðarkveðja

Hátíðarkveðja frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Rannsóknasetri um smáríki, Rannsóknasetri um norðurslóðir og Höfða friðarsetri.

Við þökkum ánægjulegýju ári.t og gefandi samstarf á árinu sem er að líða og vonumst til að eiga áfram samleið með ykkur á nýju ári.

Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands en þar ber hæst stofnun HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands þann 7. október síðastliðinn. Ban Ki-moon og Jane Goodall voru á meðal fyrirlesara okkar í ár en auk þeirra flutti fjöldi góðra fyrirlesara erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar og samstarfsaðila stofnunarinnar. Rannsóknasetur um smáríki hlaut styrk á árinu úr Menntaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+, fyrir tveggja ára stefnumiðað samstarfsverkefni á háskólastigi, sem Háskóli Íslands leiðir í samstarfi við níu aðra háskóla. Rannsóknasetur um norðurslóðir stóð fyrir fjölda viðburða, tók þátt í Arctic Circle og fagnaði 20 ára afmæli Norðurskautsráðsins í samstarfi við utanríkisráðuneytið, forsætisráðuneytið og Norðurslóðanet Íslands. Þá tók Alþjóðamálastofnun að sér að gera heildstæða greiningu á gæðum aðlögunar flóttafólks og innflytjenda að íslensku samfélagi að beiðni innanríkisráðuneytisins og velferðarráðuneytisins, í samstarfi við stýrihóp átaksins Fræði og fjölmenning.