Hagsmunaöflin í Sýrlandi

Opinn fundur á vegum HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands.

Hagsmunaöflin í Sýrlandi

Hverjir berjast um völdin í Sýrlandi og hver er aðkoma Rússlands, Kína og Bandaríkjanna að stríðinu? Hvaða hagsmunir eru í húfi fyrir önnur ríki á borð við Tyrkland, Ísrael, Íran, Sádi-Arabíu, Egyptaland, Jórdaníu og Sameinuðu arabísku furstadæmin? Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum, fjallar um þá flóknu mynd sem blasir við í Sýrlandi, hlutdeild fjölþjóðlegra hreyfinga á borð við Daesh og Jabhat al-Nusra í stríðinu og stöðu minnihlutahópa í landinu.

Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum og gestaprófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Magnús Þorkell lauk BA prófi í stjórnmálafræði og guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, hann lauk MA prófi í trúarbragðafræði frá guðfræðideild Yale-háskóla árið 1992 og doktorsgráðu í nútímasögu Mið-Austurlanda frá sama skóla árið 1999. Hann hefur kennt mörg námskeið, bæði hér á landi og við háskóla í Bandaríkjunum og hefur gefið út og ritstýrt fjölda bóka, þar á meðal Reclaiming a Plundered Past. Archaeology and Nation Building in Modern Iraq.

Gunnar Hrafn Jónsson, alþingismaður, mun bregðast við erindinu áður en opnað verður fyrir spurningar úr sal.

Fundarstjóri: Eva Bjarnadóttir, stjórnmálafræðingur.

Fundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum.

Nánari upplýsingar:
Alþjóðamálastofnun: www.ams.hi.is
HÖFÐI Friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands: www.fridarsetur.is

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
HÖFÐI Friðarsetur á Facebook: https://www.facebook.com/ReykjavikPeaceCentre/