Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna 2016

Föstudaginn 24. mars kl. 16:00 í Hannesarholti

Opinn fundur á vegum Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið

Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna 2016

Mikill árangur hefur náðst í þróunarmálum á undanförnum áratugum en engu að síður hafa milljónir manna og kvenna um allan heim orðið útundan. Hvernig getum við stuðlað að friðsælu og sjálfbæru samfélagi fyrir alla og jöfnum aðgangi að réttarkerfi með það að leiðarljósi að enginn verði skilinn eftir? Í Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2016 er leitað svara við þessum aðkallandi spurningum en athyglinni er að þessu sinni beint að þróunarmálum í víðum skilningi og sér í lagi stöðu minnihlutahópa.

Dr. Selim Jahan, aðalritstjóri Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 2016 (Human Development Report 2016: Human Development for everyone), kynnir helstu niðurstöður skýrslunnar.

Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flytur opnunarávarp.

Pallborðsumræður:
Jónína Einarsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
Engilbert Guðmundsson, ráðgjafi utanríkisráðuneytisins um þróunarmál.

Fundarstjóri: Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans.

Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Hjólastólaaðgengi er í Hannesarholti.

Boðið verður upp á kaffi meðan á fyrirlestri stendur og léttar veitingar að fundi loknum.

Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur til með að vera birt hér: http://report.hdr.undp.org/

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is | www.gest.unu.edu/ | www.un.is | www.utn.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu Þjóðanna (UNU-GEST) á Facebook: www.facebook.com/unugest/
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á Facebook: www.facebook.com/UNAIceland
Utanríkisráðuneytið á Facebook: www.facebook.com/utanrikisraduneytid