Málstofa með Cynthiu Enloe

Einstakt tækifæri til þess að taka þátt í málstofu með Cynthiu Enloe og nemendum í kynja-, friðar og öryggisfræðum við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-Gest) þriðjudaginn 11. apríl nk.

Nemendum á framhaldsstigi við Háskóla Íslands gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í málstofu með Cynthiu Enloe, einum þekktasta fræðimanni heims á sínu sviði, og nemendum Jafnréttisskólans. Málstofan fer fram þriðjudaginn 11. apríl kl. 13:20 – 15:40 og er haldin á vegum Höfða Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Málstofunni er ætla að leiða saman nemendur HÍ og nemendur víðs vegar að úr heiminum, m.a. frá Afganistan, Palestínu, Írak, Túnis, Sómalíu og Eþíópíu, sem stunda nám í kynja-, friðar og öryggisfræðum. Umræðunum verður skipt niður í eftirfarandi þemu:

  • Ályktanir Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 og 2250: Hvaða hlutverki gegna konur og ungt fólk í að stuðla að friði og öryggi?
  • Hvernig er hægt að taka á þeim áskorunum sem blasa við konum á flótta?
  • Hlutverk kvenna í friðaruppbygging og hvernig tryggja megi þátttöku þeirra.

Takmarkaður sætafjöldi er í boði og sækja þarf um fyrir 31. mars með því að senda tölvupóst á Auði Örlygsdóttur, verkefnisstjóra HÖFÐA Friðarseturs, audurorl@hi.is.

Öllum umsóknum verður svarað fyrir 5. apríl.

Eftirfarandi upplýsingar verða að koma fram í umsókn:

  • Fullt nafn og HÍ-netfang.
  • Í hvaða námi ertu og hvenær hófstu nám?
  • Greinargerð (1/2-1 bls.) þar sem þú svarar eftirfarandi spurningum: Hvers vegna hefur þú áhuga á að taka þátt í málstofunni og hvernig tengist umfjöllunarefnið námi þínu?
  • Hvaða umræðuþema þú vilt taka þátt í.

Umsóknarfrestur til og með 31. mars

Framhaldsnemar í stjórnmálafræði, kynjafræði, mannfræði, blaða- og fréttamennsku, fjölmiðlafræði, þróunarfræði, hnattrænum tengslum og alþjóðasamskiptum ganga fyrir.

Cynthia Enloe opnar málstofuna með fyrirlestri um áhrif hervæðingar á daglegt líf út frá kynjasjónarmiði og beinir sjónum að því hvernig hugmyndir og gildi byggð á öryggisvæðingu móta menningu okkar, bæði í friði og stríði. Cynthia Enloe er höfundur bókanna Does Khaki Become You?, Bananas, Beaches, and Bases og Maneuvers.