Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?

 

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Norðurlönd í fókus í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga standa fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu, miðvikudaginn 19. apríl 2017 frá kl. 9:00 -18:00.

Ráðstefnunni er ætlað að velta upp spurningum tengdum breyttu valdajafnvægi í heiminum og stöðu lítilla ríkja í alþjóðakerfinu í dag. Fjallað verður sérstaklega um nokkra málaflokka sem hafa verið mikið í umræðunni og eiga það sameiginlegt að fela í sér hnattrænar áskoranir sem krefjast aukins alþjóðlegs samstarfs.

Dagskráin er fróðleg og fjölbreytt en sem dæmi má nefna erindi um alþjóðlega og norræna samvinnu, popúlisma og lýðræði, öryggis- og friðarmál, fullveldi og peningalegt sjálfstæði, konur á flótta og loftslagsbreytingar, svo að eitthvað sé nefnt.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir en vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku á vefsíðu Alþjóðamálastofnunar www.ams.hi.is

Dagskrá ráðstefnunnar