Gildi og karakter í íþróttum og menntun: Erum við á réttri leið?

Miðvikudaginn 26. apríl kl. 12:00 – 16:30 á Litla torgi í Háskóla Íslands

Málstofa á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og samtakanna Education 4 Peace í samstarfi við the Spirit of Humanity Forum, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Kennarasamband Íslands, Barnaheill, ÍSÍ og UMFÍ

Gildi og karakter í íþróttum og menntun:
Erum við á réttri leið?

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað um mikilvægi andlegrar heilsu ungra barna og áhrif mikils álags, eineltis og annarrar skaðlegrar hegðunar á möguleika þeirra til samfélagsþátttöku síðar á lífsleiðinni. Hvert er hlutverk menntakerfisins, kennara og íþróttaþjálfara í að stuðla að jákvæðum samskiptum, draga úr ágreiningi og kenna börnum að bera virðingu fyrir sér, öðrum og umhverfinu?

Skráning á málstofuna fer fram hér: https://goo.gl/forms/idC0kHu75a2iAnok1

Dagskrá fyrir málstofuna er að finna hér.

Nánari upplýsingar:
HÖFÐI Friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands: www.fridarsetur.is
HÖFÐI Friðarsetur á Facebook: http://www.facebook.com/ReykjavikPeaceCentre/